Sigurbjörn Hreiðarsson lætur af störfum sem þjálfari karlaliðs Grindavíkur að loknu tímabili en þetta kemur fram á heimasíðu klúbbsins.
Sigurbjörn tók við liðinu árið 2019 eftir að það féll úr efstu deild. Grindavík endaði í 4. sæti í Lengjudeildinni í fyrra en er nú í 8. sæti með 23 stig þegar að þrír leikir eru eftir af tímabilinu.
Á heimasíðu UMFG kemur fram að Ólafur Brynjólfsson, aðstoðarþjálfari liðsins láti einnig af störfum að loknu keppnistímabili en samningur þeirra beggja er að renna út. Þar kemur einnig fram að það var sameiginleg ákvörðun þjálfara og stjórnar Knd. Grindavíkur að endurnýja ekki samstarfið.
Sigurbjörn lætur af störfum í lok tímabils
Sigurbjörn Hreiðarsson mun ekki halda áfram sem þjálfari Grindavíkur á næsta keppnistímabili.
Nánar hér: https://t.co/E0fBzsF8IE
Leit af eftirmanni Sigurbjörns hefst að loknu keppnistímabili.
Áfram Grindavík! pic.twitter.com/BJhWXq55hj
— UMFG – Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) September 1, 2021