Breiðablik er einum sigri frá riðlakeppni Meistaradeildar kvenna eftir jafntefli við króatíska liðið ZNN Osijek í kvöld. Leikið var á Gradski vrt vellinum í Króatíu.
Þetta var fyrri leikur liðanna í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en seinni leikurinn er í Kópavogi eftir viku.
Selma Sól Magnúsdóttir kom Blikum yfir á 24. mínútu eftir mistök í vörn Osijek. Merjema Medic jafnaði metin fyrir króatana sjö mínútum síðar og allt jafnt í hálfeik. Breiðablik sótti að marki Osijek í seinni hálfleik en komst ekki að taka forystu í einvíginu þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn í leiknum.
Breiðablik og Oisjek mætast í Kópavoginum þann 9. september næstkomandi. Sigurliðið fer áfram í riðlakeppnina.