fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Þögn hjá Tólfunni í tólf mínútur – „Takk fyrir ykkar stuðning“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. september 2021 11:02

Tólfan í ham á Ingólfstorgi árið 2016. Mynd: Eyþór.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tólfan, stuðningssveit knattspyrnulandsliða Íslands, hefur ákveðið að syngja hvorki söngva né hrópa hvatningarorð fyrstu 12 mínútur í leik Íslendinga og Rúmena í undankeppni HM á fimmtudagskvöldið. Tólfan ætlar bæði að sýna þolendum ofbeldis og landsliðinu stuðning á leiknum, eins og kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu sveitarinnar.

Þar segir meðal annars:

„Fram að 12.mínútu leiksins mun Tólfan sitja og engir söngvar koma frá stúkunni, þeir sem kjósa og eiga, bera bönd Bleika Fílsins og vera með F O húfur á komandi leikjum og hvetjum við þá sem eiga slíkt að koma með á leikinn. Einnig var ákveðið að skella í einn borða með stuðningsyfirlýsingu til þolenda. Einnig munum við taka samtalið við KSÍ og koma okkar skoðunum á framfæri við þau.

Vonar Tólfan að með þessu verði skapaður grunnur að nýju upphafi, nýju jákvæðara samfélagi.

Með því skorar Tólfan á þjóðina alla að mæta á völlinn og styðja við liðið.“

Tanja Ísfjörð, ein talskona baráttuhópsins Öfgar, er ánægð með þessa afstöðu Tólfunnar og skrifar eftirfarandi athugasemd við færsluna: „Takk fyrir ykkar stuðning.“

Í stuttu spjalli við DV sagði Tanja: „Við erum þakklátar öllum stuðning sem við höfum fengið seinustu daga. Verum breytingin sem við viljum sjá í heiminum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“