Rúnar Alex Rúnarsson er farinn á lán til OH Leuven í belgísku úrvalsdeildinni frá Arsenal. Félagið greindi frá rétt í þessu.
Rúnar Alex gekk í raðir Arsenal fyrir ári síðan en ljóst hefur verið í sumar að hann gæti verið á leið frá félaginu. Rúnar er nú í landsliðsverkefni með íslenska landsliðinu.
Rúnar lék áður með Nordsjælland og Dijon í atvinnumennsku. Hann hefur áður búið í Belgíu en faðir hans lék með Lokeren þar í landi.
Good luck, Alex 👊
— Arsenal (@Arsenal) August 31, 2021