Lögreglan mætti í höfuðstöðvar KSÍ fyrr í dag en ástæðan er sú að starfsmönnum sambandsins var hótað. Morgunblaðið segir frá.
Reiður einstaklingur mætti í höfuðstöðvar sambandsins og hótaði starfsfólki, umræddur einstaklingur fór þó sjálfviljugur af verkefni.
Öll stjórn KSÍ hefur sagt af sér og sömuleiðis Guðni Bergsson vegna vinnubragða sambandsins tengdum meintum kynferðissbrotum leikmanna landsliðsins. Klara Bjartmarz framkvæmdarstjóri KSÍ ætlar að halda sínu starfi áfram og er það umdeilt.
KSÍ hefur verið sakað um þöggun í þessum málaflokki, málefnin hafa verið í fréttum síðustu daga og hafa haft miklar afleiðingar fyrir starfsmenn og leikmenn KSÍ.