Aron Jóhannsson hefur rift samningi sínum við Lech Poznan í Póllandi, aðilar komust að samkomulagi þess efnis.
Aron meiddist í leik með varaliði félagsins á dögunum, hann hafði skorað tvö mörk í fyrri hálfleik en þurfti svo að fara af velli.
Aron axlarbrotnaði og fór einnig úr axlarlið, fram kemur í pólskum fjölmiðlum að framherjinn verði frá í allt að hálft ár.
Framherjinn átti að renna út af samningi í lok árs og var því ólíklegt að Aron myndi spila aftur fyrir félagið.
Aron er þrítugur og hefur verið í atvinnumennsku, ekki er komið á hreint hvaða skref hann tekur næst á ferli sínum. Ekki er talið útilokað að Aron snúi heim til Íslands.
Aron æfði með Val áður en hann samdi við Lech Poznan í upphafi árs en áður lék hann með Hammarby, Werder Bremen, AZ Alkmaar og AGF.
Lech Poznań rozwiązał – za porozumieniem stron – obowiązujący do 31 grudnia 2021 roku kontrakt z Aronem Johannssonem.
Aron, dziękujemy za grę w 🔵⚪️ barwach. Powodzenia! ✊🏼 pic.twitter.com/1TGvu7fLHN
— Lech Poznań (@LechPoznan) August 31, 2021