fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Aron riftir í Póllandi – Ekki talið útilokað að hann spili á Íslandi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 31. ágúst 2021 14:32

Mynd: Lech Poznan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Jóhannsson hefur rift samningi sínum við Lech Poznan í Póllandi, aðilar komust að samkomulagi þess efnis.

Aron meiddist í leik með varaliði félagsins á dögunum, hann hafði skorað tvö mörk í fyrri hálfleik en þurfti svo að fara af velli.

Aron axlarbrotnaði og fór einnig úr axlarlið, fram kemur í pólskum fjölmiðlum að framherjinn verði frá í allt að hálft ár.

Framherjinn átti að renna út af samningi í lok árs og var því ólíklegt að Aron myndi spila aftur fyrir félagið.

Aron er þrítugur og hefur verið í atvinnumennsku, ekki er komið á hreint hvaða skref hann tekur næst á ferli sínum. Ekki er talið útilokað að Aron snúi heim til Íslands.

Aron æfði með Val áður en hann samdi við Lech Poznan í upphafi árs en áður lék hann með Hammarby, Werder Bremen, AZ Alkmaar og AGF.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Í gær

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Í gær

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?