fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Rúnar Alex fer frá Arsenal í dag

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 31. ágúst 2021 12:35

Rúnar Alex Rúnarsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex Rúnarsson markvörður Arsenal fer frá félaginu í dag og verður lánaður til OH Leuven í úrvalsdeildinni í Belgíu. The Athletic segir frá.

Rúnar Alex gekk í raðir Arsenal fyrir ári síðan en í sumar hefur verið ljóst að hann gæti farið frá félaginu.

Rúnar Alex er mættur til Íslands í verkefni með íslenska landsliðinu en mun nota hluta af deginum til að skrifa undir við OH Leuven.

Rúnar er ekki ókunnugur málum í Belgíu en þar bjó hann lengi á meðan faðir hans Rúnar Kristinsson lék með Lokeren.

Rúnar lék áður með Nordsjælland og Dijon í atvinnumennsku áður en hann gekk í raðir Arsenal fyrir ári síðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann