fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Garðar er fyrrum landsliðsmaður Íslands: „Toxic menning sem við höfum allir alist upp í“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 31. ágúst 2021 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Garðar Gunnlaugsson fyrrum landsliðsmaður og atvinnumaður í knattspyrnumanni segir að aðeins sé búið að segja upp minsta hlutanum af vandamálinu í heimi fótboltans, nú þegar stjórn og formaður KSÍ hefur sagt af sér.

Hann segir að búið sé að snyrta toppinn af trénu en nú þurfa að búa til heil­brigðara umhverfi.

„Jæja strák­ar, núna er búið að segja upp minnsta hlut­an­um af vanda­mál­inu, stjórn KSÍ. Vanda­málið ligg­ur þó ekki þar, vanda­málið á stór­an upp­runa í þess­ari „tox­ic“ menn­ingu sem við höf­um all­ir al­ist upp í sem íþrótta­menn, hvort sem áhuga- eða at­vinnu­menn,“ skrifaði Garðar í færslu sem hann deilir á Twitter.

Hann segir að breyting á umhverfinu muni taka tíma en hann segir að kven­fyr­ir­litn­ing hafi einkennt heim fótboltans.

„Við höf­um tæki­færi núna til þess að breyta þess­ari menn­ingu og sjá til þess að ung­ir iðkend­ur al­ist upp í heil­brigðara um­hverfi þar sem kven­fyr­ir­litn­ing og mis­mun­un gagn­vart minni­hluta­hóp­um heyri sög­unni til. Þetta er ekki „overnig­ht“ breyt­ing, þetta mun taka tíma en lát­um þetta byrja hjá okk­ur! Ver­um fyr­ir­mynd­ir!“

Garðar telur að nú þurfi að fara í naflaskoðun til að finna hvar rót vandans er. „Íþrótta­hreyf­ing­in þarf að fara í nafla­skoðun og ráðast á rót vand­ans, það þýðir ekki bara að snyrta topp­inn af trénu, meiri fræðsla til iðkenda og meiri þjálf­un leiðbein­enda er lág­marks­krafa,“ skrifaði Garðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann