Félagaskiptaglugginn víða um Evrópu lokar í kvöld, nóg af tíðindum verða í dag en ljóst er að málin fara fram og til baka fram eftir kvöldi.
Nokkur stór tíðindi hafa komið nú í morgunsárið eins og sjá má hér að neðan.
Everton hefur lánað Moise Kean til Juventus til tveggja ára, félagið þarf svo að kaupa hann.
Cristiano Ronaldo hefur skrifað undir tveggja ára samning við Manchester United.
Jordan Henderson hefur framlengt samning sinn við Liverpool til 2025.
Daniel James er í læknisskoðun hjá Leeds og mun ganga í raðir félagsins frá Manchester United fyrir 25 milljónir punda.
Tottenham er að reyna að kaupa Adama Traore frá Wolves og neitar félagið að gefast upp.
Emerson Royal er að ganga í raðir Tottenham frá Barcelona, hann er í læknisskoðun þessa stundina.
Ademola Lookman er að ganga í raðir Leicester frá RB Leipzig. Hann kemur á láni.
West Ham hefur keypt Nikola Vlasic frá CSKA Moskvu, hann gerir fimm ára samning.