fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
433Sport

Sjáðu myndirnar: Landsliðið komið saman í skugga hneykslis í Laugardalnum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 31. ágúst 2021 09:06

©Torg ehf / Valgardur Gislason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið kom saman í gær í skugga þeirra vandamála sem ríkt hafa á skrifstofum KSÍ, Guðni Bergsson og stjórn sambandsins hefur sagt af sér.

Málið tengist ásökunum á hendur landsliðsmanna í knattspyrnu en formaðurinn og stjórnin féll vegna málsins.

Íslenska landsliðið kom saman til æfinga í Laugardalnum í gær þar sem Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen reyna nú að gíra mannskapinn upp í þrjá mikilvæga leiki í undankeppni HM. Liðið mætir Rúmeníu á fimmtudag, Norður-Makedóníu á sunnudag og svo er heimaleikur gegn Þýskalandi í næstu viku.

Liðið er án magra lykilmanna en Gylfi Þór Sigurðsson er sakaður um kynferðisbrot á Englandi en hafnar sök, Arnari og Eiði var bannað af stjórn KSÍ að velja Kolbein Sigþórsson vegna brots sem hann framdi árið 2017. Kolbeinn hafði játað sök og greitt miskabætur.

Aron Einar Gunnarsson glímir við eftirköst af COVID-19, Alfreð Finnbogason er meiddur og Rúnar Már Sigurjónsson bað um frí af persónulegum ástæðum ef marka má yfirlýsingu KSÍ.

Myndir af æfingunni má sjá hér að neðan.

©Torg ehf / Valgardur Gislason
©Torg ehf / Valgardur Gislason
©Torg ehf / Valgardur Gislason
©Torg ehf / Valgardur Gislason
©Torg ehf / Valgardur Gislason
©Torg ehf / Valgardur Gislason
©Torg ehf / Valgardur Gislason
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rifjar upp óþægilegustu bílferð ævinnar: Sögðu ekki orð á leiðinni – ,,Hvað í andskotanum ertu að gera?“

Rifjar upp óþægilegustu bílferð ævinnar: Sögðu ekki orð á leiðinni – ,,Hvað í andskotanum ertu að gera?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bauð öllum í drykk áður en hann kvaddi félagið eftir 12 ár

Bauð öllum í drykk áður en hann kvaddi félagið eftir 12 ár
433Sport
Í gær

Auddi talar vel um Gregg Ryder og vonast til að hann rétti skútuna af

Auddi talar vel um Gregg Ryder og vonast til að hann rétti skútuna af
433Sport
Í gær

Byrjunarliðin í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar – Hver verður meistari?

Byrjunarliðin í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar – Hver verður meistari?