Fylkir tók á móti Þrótti Reykjavík á Wurth vellinum í 16. umferð Pepsi Max deildar kvenna. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli liðanna.
Hildur Egilsdóttir kom Þrótti yfir á 24. mínútu eftir stoðsendingu frá Dani Rhodes. Fylkir fékk kjörið tækifæri til þess að jafna leikinn undir lok fyrri hálfleiks þegar liðið fékk vítaspyrnu en Þórhildur Þórhallsdóttir lét verja frá sér.
Helena Ósk Hálfdánardóttir jafnaði metin snemma í seinni hálfleiks með frábæru marki. Íris Una Þórðardóttir, leikmaður Fylkis, fékk sitt annað gula spjald í uppbótartíma og uppskar því rautt spjald. Ekki voru fleiri mörk skoruð og 1-1 jafntefli því niðurstaðan.
Þróttur er í 3. sæti með 26 stig en Fylkir er í fallsæti með 13 stig, jafnmörg stig og Keflavík í öruggu sæti en lakari markatölu.
Fylkir 1 – Þróttur R.
0-1 Hildur Egilsdóttir (´24)
1-1 Helena Ósk Hálfdánardóttir (´51)