fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Manchester United hafði engan áhuga á Ronaldo fyrr en nágrannarnir gerðu sig líklega

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 30. ágúst 2021 21:45

Cristiano Ronaldo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hafði engan áhuga á að semja við stórstjörnuna Cristiano Ronaldo fyrr í sumar en ákváðu að bjóða í kappann undir lok gluggans þar sem félagið gat ekki hugsað sér að sjá hann spila fyrir Manchester City að því er segir í frétt Daily Mail.

Manchester United bauð Ronaldo velkominn heim á samfélagsmiðlum fyrir helgi og lauk hann læknisskoðun í Portúgal í dag. Það leit út fyrir í síðustu viku að portúgalska stórstjarnan væri á leið til Englandsmeistara Manchester City.

Í frétt Manchester Evening News segir að á föstudagsmorgun hafi Manchester City verið eini klúbburinn sem sýndi Ronaldo áhuga. Manchester United virtist vera ánægt með lið sitt sóknarlega en þegar liðið frétti af því að Ronaldo væri á leið til erkifjendanna breyttu þeir um skoðun.

Stjórnarmenn Manchester United fengu Sir Alex Ferguson til að hringja í kappann og gamlar goðsagnir og fyrrum liðsfélagar hans sendu honum skilaboð. Ronaldo á svo að hafa tekið endanlega ákvörðun þegar hann sá samninginn sem honum var boðinn frá Manchester United sem gerir hann að launahæsta leikmanni deildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann