Maxwel Cornet gerði ansi skondin mistök er hann var kynntur til leiks sem nýr leikmaður Burnley í gær.
Cornet er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið frá Lyon og skrifar undir fimm ára samning á Englandi.
Hinn 24 ára gamli Cornet leikur sem vinstri bakvörður. Hann hefur verið á mála hjá Lyon frá árinu 2015.
Burnley greiðir 15 milljónir evra fyrir kappann, um 2,2 milljarða íslenskra króna.
Í myndatöku í nýju treyjunni sinni hélt Cornet óvart um merki Umbro, sem framleiðir treyjur Burnley. Það má ætla að þarna hafi hann ætlað að halda utan um merki Burnley. Það var þó hinum megin á treyjunni.
Netverjar höfðu virkilega gaman að þessu og grínuðust mikið á samfélagsmiðlum.
Hér fyrir neðan má sjá Cornet halda utan um merki Umbro.
BREAKING: Maxwell Cornet has signed for Umbro on a 5-year contract. pic.twitter.com/xQEjBxXFP2
— Footy Humour (@FootyHumour) August 29, 2021