Búið er að fresta leik ÍBV og Vestra sem fram átti að fara um helgina vegna COVID smita í herbúðum félagsins.
Um er að ræða þriðja leik ÍBV sem er frestað vegna COVID smita en fyrsta smitið kom upp í síðustu viku.
Liðið átti að leika um helgina og á þriðjudag í þessari viku en leikjunum var frestað, nú er búið að fresta þriðja leiknum.
Eyjamenn munu spila þétt undir lok móts þar sem liðið situr í öðru sæti deildarinnar og er í góðri stöðu til að fara upp um deild.