fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Sölvi Geir rifjar upp slysið hræðilega: Átti sér stað föstudaginn 13 – „Gleymir ekki þannig augnabliki“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 24. ágúst 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sölvi Geir Ottesen var nær dauða en lífi fyrir 19 árum síðan þegar hann og vinur hans lentu i hræðilegu bílslysi. Sölvi rifjaði slysið í samtali við Guðjón Guðmundsson á Stöð2 í gær.

Sölvi Geir er 37 ára gamall í dag en hann átti 13 ára feril í atvinnumennsku sem knattspyrnumaður og ætlar að leggja skóna á hilluna í haust. Sölvi er í dag einn af mikilvægustu leikmönnum Víkings sem er að berjast á toppi efstu deildar karla.

Slysið sem Sölvi og vinru hans lentu í átti sér stað föstudaginn 13. september 2002 þegar Sölvi Geir var aðeins 18 ára gamall.

„Við vorum að keyra dálítið hratt, hraðar en má, og félagi minn missir stjórn á bílnum og við förum út af á miklum hraða og fljúgum þarna einhverja 40 metra í lausu lofti niður brekku,“ segir Sölvi í viðtalinu á Stöð2 en í frétt Morgunblaðsins kemur fram að um hafi verið að ræða kappakastur við önnur ökutæki sem endaði illa.

„Lögreglumenn sem komu akandi á móti eftir Hafnarfjarðarveginum urðu vitni að kappakstri bílanna, sem endaði með því að bíllinn, sem er af BMW-gerð, fór í loftköstum út af veginum og valt 30 metra og skemmdi tvo kyrrstæða bíla áður en hann stöðvaðist í trjábeði. Brak úr bílnum dreifðist um víðan völl og voru starfsmenn Kópavogsbæjar kallaðir út til að hreinsa til á vettvangi. Í bílveltunni lagðist þakið á bílnum saman og þurfti að skera flakið í sundur til að komast að hinum slösuðu. Ökumaður og farþegar úr öðrum bílnum sem tók þátt í kappakstrinum gáfu sig fram við lögregluna en ekki er vitað hvað varð um þriðja bílinn. Ekki er grunur um ölvun við akstur,“ segir í frétt Morgunblaðsins frá 15 september þetta sama ár.

„Þetta var bara mjög slæmt bílslys þar sem ég fæ þakið ofan á hausinn á mér og kremst allur þarna í bílnum,“ segir Sölvi í viðtali við Guðjón Guðmundsson.

Bakmeiðsli hafa hrjáð Sölva alla daga frá slysinu og hafa þau meiðsli orðið til þess að hann hefur ekki alltaf getað spilað fótbolta. Augnablikið úr slysinu lifir með honum og hann gleymir því aldrei.

„Þetta gerir það. Þegar þú ert á svona miklum hraða í lausu lofti, þú gleymir ekki þannig augnabliki,“ segir Sölvi sem telur að einhver æðrimáttar hafi hjálpað til.

„Það var einhver sem var að vaka yfir mér á þessu augnabliki, það er nokkuð ljóst,“ segir þessi magnaði knattspyrnumaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kudus keyptur til Tottenham

Kudus keyptur til Tottenham
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sambandsdeildin: Víkingar í góðum málum

Sambandsdeildin: Víkingar í góðum málum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Uppákoma á æfingasvæði Íslands – „Gott að við séum ekki að fara að hitta þá aftur“

Uppákoma á æfingasvæði Íslands – „Gott að við séum ekki að fara að hitta þá aftur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Andstæðingurinn hrósar stuðningsmönnum Íslands í hástert

Andstæðingurinn hrósar stuðningsmönnum Íslands í hástert
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal kaupir danska miðjumanninn

Arsenal kaupir danska miðjumanninn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna