Brighton tók á móti Watford í lokaleik dagsins í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Þar hafði Brighton betur og vann 2-0 sigur.
Brighton byrjaði leikinn af krafti og braut Shane Duffy ísinn strax á 10. mínútu leiksins með skalla eftir hornspyrnu. Neal Maupay tvöfaldaði forystu Brighton undir lok fyrri hálfleiks og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Leikmenn Watford voru aðeins líflegri í byrjun seinni hálfleik án þess þó að skapa sér hættuleg færi. Watford náði þó að koma boltanum í netið um miðjan seinni hálfleik en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Ekki voru skoruð fleiri mörk og 2-0 sigur Brighton staðreynd.
Brighton 2 – 0 Watford
1-0 Shane Duffy (´10)
2-0 Neal Maupay (´41)