Breiðablik mætti Gintra í Litháen í 1. umferð Meistaradeildar kvenna í dag. Blikar gerðu sér lítið fyrir og unnu 1-8 stórsigur.
Tiffany Janea Mc Carty kom Blikum yfir strax á 10. mínútu. Þannig var staðan lengst af í fyrri hálfleik þrátt fyrir að Blikar væru með yfirhöndina. Agla María og Áslaug Munda skoruðu sitt hvort markið undir lok fyrri hálfleiks og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Blikar héldu áfram með sama hætti í seinni en voru þó beinskeyttari ef eitthvað var. Tiffany skoraði annað mark sitt snemma í seinni, Heiðdís skoraði fimmta markið á 55. mínútu og Agla bætti við tveimur og fullkomnaði þrennuna á 64. mínútu. Hildur Antonsdóttir skoraði áttunda markið á 76. mínútu og þar við sat í ótrúlegum sigri Blika. Blikar skoruðu alls fimm mörk með skalla í dag sem er ansi vel gert.
Breiðablik er því komið áfram í aðra umferð forkeppni Meistaradeildar kvenna og því einu skrefi nær riðlakeppninni. Dregið verður í 2. umferð á morgun.
Gintra 1 – 8 Breiðablik
0-1 Tiffany Janea Mc Carty (´10)
0-2 Agla María Albertsdóttir (´42)
0-3 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (´43)
0-4 Tiffany Janea Mc Carty (´49)
1-4 Madison Gibson (´50)
1-5 Heiðdís Lillýardóttir (´55)
1-6 Agla María Albertsdóttir (´64)
1-7 Agla María Albertsdóttir (´71)
1-8 Hildur Antonsdóttir (´76)