Elías Rafn Ólafsson lék allan leikinn í marki Midtjylland í 3-0 sigri á Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikið var á MCH vellinum.
Evander kom heimamönnum eftir eftir fimm mínútna leik með marki úr vítaspyrnu. Pione Sisto tvöfaldaði forskotið í lok fyrri hálfleiks eftir stoðsendingu frá Anders Dreyer. Anders Dreyer bætti svo sjálfur við þriðja markinu á 62. mínútu og innsiglaði öruggan sigur Midtjylland. Mikael Anderson kom inn á sem varamaður í liði Midtjylland á 72. mínútu.
Stefán Þórðarson byrjaði leikinn fyrir Silkeborg en var tekinn af velli þegar sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
Midtjylland hefur farið vel af stað á tímabilinu en liðið situr í toppsætinu með 15 stig eftir sex umferðir. Silkeborg er í 6. sæti með 7 stig.