Cecilía Rán Rúnarsdóttir markvörður íslenska landsliðsins mun ganga í raðir Everton á Englandi eftir tímabilið. Cecilía er í dag hjá Örebro í Svíþjóð.
Cecilía yfirgaf Fylki síðasta vetur en hún hefur lengi verið með samkomulag við Everton um að ganga í raðir félagsins.
Cecilía þurfti hins vegar fyrst að spila í sterkari deild til að geta tekið skrefið, hún er aðeins 18 ára gömul og er gríðarlegt efni.
Cecilía lék sína fyrstu A-landsleiki á síðasta ári en hún hóf feril sinn með Aftureldingu áður en hún fór til Fylkis.
Everton leikur í efstu deild á Englandi en miklir fjármunir hafa komið inn í knattspyrnu kvenna þar í landi síðustu ár.
🔝 | "Everton are on a journey to become one of the best clubs in Europe. They have the squad and the environment to do that."@ceciliaran03 💭 pic.twitter.com/xIzU9XLC4L
— Everton Women (@EvertonWomen) August 20, 2021