fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Lengjudeild kvenna: Sigrar hjá toppliðunum

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 19. ágúst 2021 20:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjú efstu liðin í Lengjudeild kvenna unnu sigra í kvöld. FH er með naumt forskot á toppnum eftir 15 umferðir.

Afturelding sótti Augnablik heim í Kópavoginn og fór með 3-0 sigur af hólmi. Taylor Lynne Bennett skoraði öll mörk Aftureldingu í leiknum.

Afturelding er í 2. sæti með 34 stig eftir 15 leiki, einu stigi frá FH í toppsætinu. Augnablik er á botninum með 8 stig eftir 14 leiki.

KR vann 6-0 stórsigur á Víking R. í Vesturbænum.

Þær Aiden Hogan Keane, Unnur Elva Traustadóttir, Kristín Sverrisdóttir og Bergdís Fanney Einarsdóttir höfðu komið KR-ingum í 4-0 forystu í fyrri hálfleik. Sandra Dögg Bjarnadóttir og Karítas Ingvadóttir bættu við fimmta og sjötta markinu á 65. og 85 mínútu.

KR er í 3. sæti deildarinnar með 33 stig eftir 15 leiki, tveimur stigum frá FH í efsta sæti. Víkingur R. er í 4. sæti með 22 stig.

FH tók á móti HK á Kaplakrikavellinum. HK var komst í 2-0 forystu en FH tókst að knýja fram sigur og lokatölur 3-2 fyrir heimakonur.

FH situr í efsta sæti deildarinnar með 35 stig eftir 15 leiki. HK er í 8. sæti með 12 stig eftir 13 leiki, einu stigi frá fallsæti.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag