fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Nýr samherji Rúnars áreittur: „Þú ættir að brenna í helvíti, helvítis drullusokkur“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 19. ágúst 2021 14:00

Aaron Ramsdale. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aaron Ramsdale hefur ekki verið formlega kynntur sem leikmaður Arsenal en stuðningsmenn félagsins eru samt sem áður byrjaðir að áreita hann.

Ramsdale er í læknisskoðun hjá Arsenal en félagið er að kaupa hann frá Sheffield United á 30 milljónir punda.

Markverðinum er ætlað að veita Bernd Leno mikla samkeppni um markvarðarstöuna hjá félaginu. Ramsdale hefur nú áður en hann er kynntur sem leikmaður félagsins lokað fyrir að allir geti sett inn ummæli á Instagram síðu hans.

Ástæðan er sú að stuðningsmenn Arsenal hafa verið að senda honum ljóta skilaboð í gegnum samfélagsmiðilinn.

„Þú ættir að brenna í helvíti, helvítis drullusokkur. Haltu þig frá Arsenal,“ skrifar einn.

„Við viljum þig ekki til Arsenal, farðu til fjandans. Treystu mér, þú verður áreittur frá fyrsta degi,“ skrifar annar.

Arsenal er heldur betur að taka upp veskið en félagið krækti í Ben White á dögunum fyrir 50 milljónir punda og er nú að kaupa Martin Odegaard og Ramsdale á rúmar 60 milljónir punda.

Ramsdale mun taka stöðuna í leikmannahópi Arsenal af Rúnari Alex Rúnarssyni sem er orðaður við brottför frá Arsenal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi
433Sport
Í gær

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“