Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði New England Revolution þegar liðið mætti DC United í MLS deildinni í Bandaríkjunum í nótt.
Arnór er á sínu fyrsta tímabili með New England en hann lagði upp fyrsta mark leiksins í 3-2 sigri í nótt.
Í síðari hálfleik var Arnór hins vegar rekinn í sturtu þegar hann fékk sitt annað gula spjald í leiknum. Arnór var þá að elta leikmann DC United og ætlaði sér að tækla boltann.
Arnór fór hinsvegar í leikmann DC United sem féll til jarðar og Arnór var sendur í sturtu. New England er á toppnum í sínum riðli en liðið leikur í Austurdeildinni.
Atvikið þegar Arnór var rekinn af velli og stoðsendinguna má sjá hér að neðan.