fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Harry Kane leikur ekki með Tottenham í Sambandsdeildinni á fimmtudag

Ísak Gabríel Regal
Miðvikudaginn 18. ágúst 2021 19:15

Mynd/Sun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Kane verður ekki í liði Tottenham sem leikur gegn Pacos de Ferreira í Sambandsdeildinni á fimmtudag. Leikurinn er einn af tveimur um sæti í riðlakeppninni. BBC segir frá.

Kane missti af leiknum gegn Manchester City um helgina og flaug ekki út með hópnum til Portúgal á miðvikudag. Englendingurinn er sagður vilja yfirgefa Spurs. Hann mætti seint til æfinga eftir frí í kjölfar EM í sumar.

Hann er að komast aftur í form,“ sagði Nuno Espirito Santo. „Hann æfir í dag, hann æfir á morgun, og svo æfir hann með hópnum á föstudag og laugardag og við tökum ákvörðun (um hvort hann spili gegn Wolves á sunnudag).“

Nuno sagði einnig að enginn af þeim leikmönnum Tottenham sem byrjuðu leikinn gegn Man City myndu spila gegn Pacos de Ferreira, sem enduðu í 5. sæti í portúgölsku úrvalsdeildinni í fyrra. „Það er mikilvægt að það sé samkeppni á milli allra,“ sagði hann. „Leikmennirnir sem byrjuðu á sunnudaginn verða ekki með.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Séríslenskt fyrirbæri – „Það er alls ekki algengt“

Séríslenskt fyrirbæri – „Það er alls ekki algengt“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stjarna Dortmund mætti í rútuna hjá Real Madrid fyrir niðurlæginguna í gær

Stjarna Dortmund mætti í rútuna hjá Real Madrid fyrir niðurlæginguna í gær