fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Norðmaðurinn færist nær Arsenal – Æfði ekki í dag

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. ágúst 2021 20:30

Martin Ödegaard. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal nálgast samkomulag við Real Madrid um kaup á Norðmanninum Martin Ödegaard. The Athletic greinir frá.

Hinn 22 ára gamli Ödegaard æfði ekki með Real í dag vegna yfirvofandi félagaskipta. Hann var þá ekki með liðinu í 4-1 sigri gegn Alaves um helgina.

Norski landsliðsmaðurinn eyddi seinni hluta síðustu leiktíðar á láni hjá Arsenal frá spænska félaginu. Þá lék hann 20 leiki og skoraði tvö mörk.

Þrátt fyrir að Ödegaard hafi verið á mála hjá Real frá árinu 2015 þá hefur hann aðeins spilað átta deildarleiki fyrir spænska félagið. Hann hefur verið sendur út á lán til Heerenveen, Vitesse, Real Sociedad og nú síðast, Arsenal.

Ödegaard á 30 landsleiki að baki fyrir Noreg. Hann var til að mynda fyrirliði þjóðar sinnar í síðasta landsleikjaverkefni fyrr í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi
433Sport
Í gær

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“