Fabrizio Romano, einn áreiðanlegasti félagaskiptablaðamaður heims, segir ekkert til í því að Barcelona hafi áhuga á Pierre-Emerick Aubameyang, framherja og fyrirliða Arsenal.
Aubameyang hefur, ásamt liðsfélaga sínum Alexandre Lacazette, verið orðaður við Barcelona undanfarna tvo daga.
Nýjustu sögusagnirnar voru á þann veg að Barcelona myndi hugsanlega senda Philippe Coutinho, leikmann sinn, til Lundúnafélagsins í skiptum fyrir Aubameyang.
Romano slær þó á öll slík skipti. Aubameyang fer ekki til Barcelona og Coutinho fer ekki til Arsenal.
Barcelona have no interest in Pierre Aubameyang, confirmed – he’s not even a target for Barça, no swap deal with Philippe Coutinho. 🚫🔴 #FCB #AFC https://t.co/ifRMlq7Pkk
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 17, 2021