Barcelona er tilbúið að rifta samningi Samuel Umtiti ef hann fer ekki frá félaginu á næstu tveimur vikum. Félagið vill losna við franska varnarmanninn af launaskrá.
Umtiti er einn af þeim leikmönnum sem Barcelona reynir að losna við af launaskrá til að en hann hefur verið tregur til þess að fara.
Stuðningsmenn Barcelona bauluðu á Umtiti í síðustu viku, þeir kenna honum meðal annars um að Lionel Messi yfirgaf félagið. Umtiti hefur neitað að lækka laun sín.
Lið í Frakklandi vilja fá Umtiti en hann vill halda í svipaðan launapakka sem gæti reynst erfitt. Ef hann yfirgefur ekki Barcelona ætlar félagið að rifta samningi hans og borga honum út samninginn, félagið vill ekki hafa hann lengur.
Umtiti hefur verið mikið meiddur og er ekki sami leikmaður og hann var þegar Barcelona festi kaup á honum fyrir fimm árum.