Jadon Sancho byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Manchester United í dag þegar liðið mætti Burnley í æfingaleik fyrir luktum dyrum.
Leikmenn sem ekki voru í byrjunarliði United um helgina fengu mínútur undir beltið. Sancho kom við sögu í sigri á Leeds í fyrstu umferð.
Sancho hóf æfingar með Unted fyrir rúmri viku og er skrefið mikilvægt fyrir hann í að fá leikæfingu. Rapahael Varane var ekki með en hann byrjaði að æfa í gær.
Phil Jones spilaði sinn fyrsta fótboltaleik í 19 mánuði en fleiri stór nöfn voru í byrjunarliði United í þessum æfingaleik.
Anthony Martial, Juan Mata, Tom Heaton og fleiri góðir voru á meðal þeirra sem byrjuðu leikinn. Harry Maguire fyrirliði United sem lék allan leikinn gegn Leeds var með í leiknum, var hann eini úr byrjunarliði helgarinnar sem byrjaði.
United vann að lokum 3-1 sigur í leiknum en bæði lið verða í fjöri í 2 umferð deildarinnar um komandi helgi.