fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Er City að gefast upp á Harry Kane?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 17. ágúst 2021 15:00

Harry Kane

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City er á barmi þess að gefast upp á því að kaupa Harry Kane, Tottenham hefur hingað til ekki viljað selja Kane.

City hefur mikinn áhuga á að klófesta Kane og enski framherjinn vill ólmur losna frá Tottenham.

Ef City tekst ekki að krækja í Kane í sumar er talið næsta vísta að félagið muni ekki reyna aftur. Ensk blöð segja að þetta sé síðasta tækifæri Kane til að koma til City.

Ensk blöð segja að City muni eftir ár frekar horfa til Kylian Mbappe sem fer líklega frítt frá PSG og Erling Haaland verður til sölu hjá Dortmund.

Tottenham vill um 150 milljónir punda fyrir Kane en City hefur hingað til ekki viljað koma fram með þá upphæð.

Kane var ekki í hóp hjá Tottenham um liðna helgi þegar liðið tapaði gegn Manchester City, hann æfði í dag í fyrsta sinn í sumar af fullum krafti með liðsfélögum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi
433Sport
Í gær

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“