Manchester City er á barmi þess að gefast upp á því að kaupa Harry Kane, Tottenham hefur hingað til ekki viljað selja Kane.
City hefur mikinn áhuga á að klófesta Kane og enski framherjinn vill ólmur losna frá Tottenham.
Ef City tekst ekki að krækja í Kane í sumar er talið næsta vísta að félagið muni ekki reyna aftur. Ensk blöð segja að þetta sé síðasta tækifæri Kane til að koma til City.
Ensk blöð segja að City muni eftir ár frekar horfa til Kylian Mbappe sem fer líklega frítt frá PSG og Erling Haaland verður til sölu hjá Dortmund.
Tottenham vill um 150 milljónir punda fyrir Kane en City hefur hingað til ekki viljað koma fram með þá upphæð.
Kane var ekki í hóp hjá Tottenham um liðna helgi þegar liðið tapaði gegn Manchester City, hann æfði í dag í fyrsta sinn í sumar af fullum krafti með liðsfélögum sínum.