Það er ekki oft sem knattspyrnustjórar stíga fram á Twitter og hafna fréttum um það að félagið sem þeir stýra séu að festa kaup á leikmanni.
Í spænskum miðlum kom fram í morgun að Ancelotti væri að vinna að því að krækja í Cristiano Ronaldo frá Juventus.
Ronaldo fór frá Real Madrid fyrir þremur árum og gekk í raðir Juventus en hann hefur verið orðaður við brottför frá Ítalíu.
„Cristiano er goðsögn hjá Real Madrid sem ég elska og ber virðingu fyrir, ég hef aldrei íhugað að kaupa hann. Við horfum til framtíðar,“ skrifaði Ancelotti.
Ancelotti og Ronaldo unnu saman hjá Real Madrid og áttu gott samstarf en nú er ljóst að Ronaldo snýr ekki aftur til Spánar.
Cristiano es una leyenda del Real Madrid y tiene todo mi cariño y respeto. Nunca me he planteado ficharle. Miramos hacia adelante. #HalaMadrid
— Carlo Ancelotti (@MrAncelotti) August 17, 2021