oan Laporta forseti Barcelona hefur sett spilin á borðið er varðar hræðilega stöðu félagsins, Barcelona á varla fyrir salti í grautinn. Skuldastaða félagsins er svakaleg en Laporta kom hreint fram í dag og sagði félagið skulda 1,15 milljarð punda. Félagið skuldar því yfir 200 milljarða íslenskra króna.
Launakostnaður félagsins er svakalegur en Laporta segir hann nú vera 103 prósent af tekjum félagsins, sökin er þó ekki hjá Laporta heldur Josep Maria Bartomeu fyrrum forseta félagsins.
Laporta tók við á nýjan leik í október eftir að Josep Maria Bartomeu hafði tekið margar vondar ákvarðanir og komið félaginu í klandur.
Félagið er að reyna að laga rekstur sinn og taka nú leikmenn margir hverjir á sig launalækkun. Lionel Messi varð að fara frá félaginu vegna þess hversu illa félagið er rekið.
Skuldahali félagsins hefur orðið meiri á hverju ári og hefur frá árinu 2016 hækkað úr 346 milljónu punda í 1,15 milljarð pund.