Lionel Messi er að koma sér fyrir í París en þessi magnaði knattspyrnumaður gekk í raðir félagsins í síðustu viku á frjálsri sölu frá Barcelona.
Messi hafði verið í mánaðar sumarfríi og þarf því tíma til að komast í takt og æfir nú að krafti á æfingasvæði PSG.
Messi mun ekki spila með PSG um komandi helgi en hann verður frumsýnd í leik gegn Reims þann 29 ágúst.
Þessi magnaði leikmaður ætlaði sér að vera áfram hjá Barcelona en hræðileg fjárhagstaða félagsins kom í veg fyrir það.
Messi og PSG eru til alls líklegir í Meistaradeildini í vetur en liðið hefur styrkt sig gríðarlega frá síðustu árum.