fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Segir Benitez henta Everton en finnst tengingin við Liverpool óþægileg

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 16. ágúst 2021 20:50

Gary Neville. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville, knattspyrnuspekingur, fór yfir málin í fyrsta hlaðvarpsþætti sínum á nýju tímabili. Hann ræddi meðal annars um Rafa Benitez og Everton og hvað þjálfarinn og félagið henda hvort öðru vel.

Ef ég væri spurður hvernig þjálfari Everton liti út myndi ég segja Rafa Benitez. Hann skapar góðan anda, gott skipulag, og er dálítið ákveðinn. Við elskum ólíka stíla í ensku úrvalsdeildinni og lið sem halda boltanum, en ég held ekki að Everton ætti að vera slíkt lið,“ sagði Neville.

Í mínum augum einkennist þeirra stíll af því hvernig þeir spiluðu undir stjórn David Moyes, eða á níunda áratugnum þegar þeir voru meistarar með Sharp og Gray frammi — þeir voru ágengir og komu boltanum hratt fram völlinn. Það er engin ástæða fyrir þá að koma ekki boltanum srax á framherjana Richarlison og Dominic Calvert-Lewin — við erum ekki að tala um að sparka honum bara eitthvað fram. En ég held að Everton ætti að spila ákveðnari fótbolta en önnur lið — ég held að það sé þeirra stefna.

Þegar þú ferð á Goodison Park þá viltu ekki sjá 100 sendingar sem leiða að marki, heldur fyrirgjafir, pressu, föst leikatriði, þeir vilja hraða í leikinn. Ég held að Rafa eigi eftir að fá þá til að spila þannig fótbolta,“ sagði Neville en hann talaði jafnframt um tengingu Rafa Benitez við erkifjendur Everton í Liverpool.

En það er eitthvað óþægilegt við tengingu Rafa við Liverpool og ást hans á klúbbnum, hann er enn dýrkaður af Liverpool aðdáendum fyrir það sem hann afrekaði með félaginu.

Það er erfitt fyrir Everton aðdáendur að kyngja því að þjálfari sem hentar þeim svo vel sé með þessi tengsl við erkifjendur þeirra. Það er eitthvað við það sem mér líkar ekki, en það er engin spuring, Rafa er svo reynslumikill, honum finnst hugmyndin að því örugglega skemmtileg að einhverju leyti.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

KSÍ tók ákvörðun í desember – „Ekki alltaf skemmtilegt“

KSÍ tók ákvörðun í desember – „Ekki alltaf skemmtilegt“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum