Tottenham hefur birt 25 manna leikmannahóp liðsins fyrir leikina gegn Pacos de Ferreira í umspili fyrir sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.
Harry Kane er í leikmannahópi Tottenham en hann var hvergi sjáanlegur í leiknum gegn Man City um helgina. Kane hefur ekki æft að fullu með liðinu síðan hann kom aftur úr fríi á Bahamaeyjum og hefur verið sterklega orðaður við Man City.
Hvorki miðjumaðurinn Tanguy Ndombele né bakvörðurinn Serge Aurier eru í hópnum en sá síðarnefndi hefur verið orðaður við brottför frá félaginu. Ndombele lék ekkert með Tottenham á undirbúningstímabilinu en Frakkinn hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann kom til Spurs og hefur meðal annars verið sakaður um að vera slæmu líkamlegu ástandi.
Hópurinn: Llloris, Gollini, Austin, Doherty, Reguilon, Romero, Davies, Rodon, Dier, Sanchez, Tanganga, Sessegnon, Carter-Vickers, Paskotski, Winks, Hojbjerg, Lo Celso, Dele, Sissoko, Bryan, Son, Bergwijn, Lucas, Clarke, Kane