Ben Davies, varnarmaður Liverpool, er genginn til liðs við Sheffield United á láni. Liverpool hefur staðfest þetta.
Davies kom til Liverpool í febrúar síðastliðnum þegar mikil meiðslavandræði voru innan herbúða liðsins. Davies fékk hins vegar lítið að spila og nú eru þeir Virgil van Dijk, Joe Gomez, Joel Matip, sem og nýji maðurinn, Ibrahima Konate allir orðnir heilir og klárir.
Davies verður á láni hjá Sheffield út tímabilið og mun reyna að hjálpa þeim að komast strax aftur upp um deild en liðið féll í fyrra.