Forráðamenn PSG eru byrjaðir að vinna að því að krækja í Paul Pogba á frjálsri sölu næsta sumar en Pogba verður þá samningslaus.
Franski miðjumaðurinn hefur hingað til ekki haft einn einasta áhuga á að skrifa undir nýjan samning hjá United.
Samkvæmt frönskum miðlum hefur PSG nú þegar látið það berast til Pogba að hann geti þénað 510 þúsund pund á viku hjá félaginu ef hann kemur frítt eftir ár.
Forráðamenn PSG höfðu haft áhuga á að kaupa Pogba í sumar en óvænt staða Lionel Messi varð til þess að aurarnir fóru í hann.
Pogba er frá Frakklandi og það gæti heillað hann að mæta í stjörnuprýtt lið PSG og fá 90 milljónir íslenskra króna í laun á viku.
Pogba var í byrjunarliði United í 5-1 sigri á Leeds um helgina þar sem franski miðjumaðurinn lagði upp fjögur mörk.