fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Varane vongóður um að vinna titla með Pogba hjá United

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. ágúst 2021 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raphael Varane var kynntur til leiks hjá Manchester United um helgina en franski varnarmaðurinn hefur nú hafið æfingar hjá félaginu.

Varane sem er 28 ára gamall gerði fjögurra ára samning við United en hann kemur til félagsins frá Real Madrid, United borgar 42 milljónir punda fyrir hann.

„Ég er virkilega ánægður,“ sagði Varane við heimasíðu félagsins eftir að hafa verið kynntur til leiks um helgina.

Varane er spenntur fyrir því að spila með samlanda sínum, Paul Pogba sem lagði upp fjögur mörk í 5-1 sigri liðsins á Leeds um helgina.

„Ég hef þekkt Paul lengi, við byrjuðum að spila saman í franska landsliðinu. Hann er frábær leikmaður. Paul hefur sama metnað og ég, við erum til í að leggja mikið á okkur til að vinna titla hérna.“

„Paul er mjög jákvæður og kemur með góða orku, hann kveikir neista í mönnum innan sem utan vallar. Við erum öðruvísi en það er mikilvægt að hafa mismunandi karaktera í klefa.“

Líkur eru á að Pogba og Varane taki bara eitt tímabil saman hjá United en Pogba getur farið frítt frá United eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun
433Sport
Í gær

Þetta eru fimm kynþokkafyllstu karlmenn á Íslandi að mati Gunna Birgis

Þetta eru fimm kynþokkafyllstu karlmenn á Íslandi að mati Gunna Birgis
433Sport
Í gær

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“
433Sport
Í gær

Gerrard gæti verið að landa áhugaverðu starfi á Englandi

Gerrard gæti verið að landa áhugaverðu starfi á Englandi