fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Krækir Liverpool í einn besta leikmann í heimi?

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. ágúst 2021 11:00

Kylian Mbappe/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool er sagt teikna upp plan til þess að krækja í Kylian Mbappe á frjálsri sölu næsta sumar. Félagið getur samið við hann strax í janúar.

Mbappe hefur ekki viljað skrifa undir hjá PSG og samningur hans við félagið er á enda næsta sumar, Real Madrid hefur einnig mikinn áhuga á kappanum.

Sagt er að Liverpool sé að teikna upp plan til þess að krækja í Mbappe, þannig er félagið sagt vera með pláss á launaskrá félagsins til þess að taka inn Mbappe. Ljóst er að Mbappe verður einn launahæsti knattspyrnumaður í heimi fari hann frítt frá PSG.

Mbappe er 22 ára gamall og hefur síðustu ár verið einn allra besti leikmaður heims, Liverpool hefur reglulega verið orðað við hann.

Mbappe er sagður horfa til Real Madrid og Liverpool en það eru einu félögin sem hafa verið orðuð við þennan öfluga strák.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

KSÍ tók ákvörðun í desember – „Ekki alltaf skemmtilegt“

KSÍ tók ákvörðun í desember – „Ekki alltaf skemmtilegt“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum