fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Rifust harkalega í beinni – „Við eigum að vera hlutlausir“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. ágúst 2021 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var hart tekist á í beinni útsendingu hjá Sky Sports í gærkvöldi eftir leik Tottenham og Manchester City. Micah Richards og Graeme Souness rifust þá um Paul Pogba og Harry Kane.

Richards er á því að Kane fái allt aðra og betri meðferð en Pogba hjá enskum sérfræðingum, Kane vill burt frá Tottenham og Pogba hefur viljað fara frá Manchester United.

„Ég er bara að nefna þetta því þetta er líkt stöðunni sem Kane er í, Kane mætti ekki til æfinga og við tölum um hann sem dýrling. Pogba hefur aldrei sagt neitt en fær að heyra það. Hver er munurinn,“ sagði Richards.

Reiður Souness tók þá til máls. „Mínar upplýsingar um Kane eru þær að hann hafi ekki neitað að mæta til æfinga. Það er önnur saga þarna,“ sagði Souness.

Richards sendi þá pillu á Souness. „Við eigum að vera hlutlausir,“ sagði Richards en Souness hefur haft horn í síðu Pogba um langt skeið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

KSÍ tók ákvörðun í desember – „Ekki alltaf skemmtilegt“

KSÍ tók ákvörðun í desember – „Ekki alltaf skemmtilegt“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum