Jordan Henderson fyrirliði Liverpool er að skrifa undir nýjan samning við félagið en samkomulag um slíkt er í höfn. The Athletic segir frá.
Framtíð Henderson hefur verið til umræðu í sumar en sagðar voru fréttir af því að Liverpool gæti hugsað sér að selja fyrirliðann.
Stuðningsmenn Liverpool anda því léttar en Henderson hefur verið límið í góðu Liverpool liði síðustu ár.
Sagt er að Henderson skrifi undir samning til þriggja ára og verði því hjá félaginu til 2024, hið minnsta.
Henderson mun bætast í hóp Virgil Van Dijk, Alisson Becker, Fabinho og Trent Alexander-Arnold sem skrifað hafa undir nýja samninga við félagið á síðustu vikum.