Íslensku leikmenn voru í eldlínunni á Norðurlöndunum í dag. Hér að neðan má sjá hvað þeir gerðu í Svíþjóð og Noregi.
Svíþjóð
Norrköping mætti Östersund í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Þar hafði Norrköping betur og sigraði 1-2.
Ísak Bergmann Jóhannesson leikur með Norrköping og hann skoraði mark í leiknum. Hann er einn efnilegasti leikmaður landsins. Norrköping er í 6. sæti sænsku deildarinnar. Ari Freyr Skúlason, Jóhannes Kristinn Bjarnason og Oliver Stefánsson eru einnig á mála hjá félaginu en þeir voru ekki með í dag.
Hacken og Degerfos mættust einnig í dag í sænsku deildinni þar sem Degerfors hafði betur og sigraði 3-0. Óskar Sverrisson var í byrjunarliði Hacken en Valgeri Lunddal sat á bekknum allan leikinn.
Eflsborg sigraði Hammarby 0-2. Jón Guðni Fjóluson er á mála hjá Hammarby en hann var á sínum stað í vörn liðsins í dag. Hákon Rafn Valdimarsson og Sveinn Aron Guðjohnses voru ekki í hóp hjá Elfsborg.
Noregur
Bodö/Glimt sigraði Lilleström 0-1. Alfons Sampsted spilaði allan leikinn fyrir Bodö/Glimt.
Rosenborg sigraði Mjöndalen 0-2 en Hólmar Örn Eyjólfsson var á sínum stað í vörninni hjá Rosenborg.
Tromsö gerði jafntefli gegn Valerenga. Viðar Örn Kjartansson kom inná sem varamaður í leiknum.
Brann vann Sandefjord 3-2. Viðar Ari Jónsson er leikmaður Sandefjord en hann lagði upp fyrra mark liðsins.