Valur tók á móti Keflavík í 17. umferð Pepsi Max deildar karla. Þar hafði Valur betur og sigraði 2-1.
Sigurður Egill Lárusson kom Val yfir snemma leiks með flottu marki. Hann var aftur á ferðinni eftir hálftíma leik og tvöfaldaði þar með forystu Valsmanna. Þannig stóðu leikar í hálfleik.
Ástbjörn Þórðarson minnkaði muninn á 51. mínútu fyrir Keflavík en það dugði ekki til og 2-1 sigur Valsmanna staðreynd.
Valur 2 – 1 Keflavík
1-0 Sigurður Egill Lárusson (´9)
2-0 Sigurður Egill Lárusson (´30)
2-1 Ástbjörn Þórðarson (´51)