fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Telur að Liverpool þurfi miðjumann ef félagið á að berjast um titilinn

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 15. ágúst 2021 21:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Redknapp telur að Liverpool eigi að reyna allt sem þeir geta til að semja við Youri Tielemans, miðjumann Leicester, ef þeir vilja keppa um titilinn í ensku deildinni í vetur.

Liverpool hóf tímabilið í ensku úrvalsdeildinni af krafti í gær en liðið vann 3-0 sigur á Norwich. Diogo Jota, Roberto Firmino og Mo Salah skoruðu mörkin.

Georginio Wijnaldum yfirgaf félagið eftir síðasta tímabil og skildi eftir sig stórt skarð á miðju Liverpool. Jamie Redknapp, fyrrum leikmaður Liverpool, telur að Liverpool verði að sækja miðjumann ef félagið ætlar sér að keppa um titilinn. Hann telur að Youri Tielemans sé besti kosturinn í þá stöðu.

„Það var afar vont að missa Wijnaldum, og ég er ekki viss um að þeir geti fengið leikmann í staðinn fyrir hann,“ sagði Redknapp.

„Ég myndi reyna að sækja Tielemans. Hann er týpan til þess að spila fyrir félagið. Þeir þurfa að bæta við manni ef þeir ætla í titilbaráttu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vilja fá Casemiro frítt næsta sumar

Vilja fá Casemiro frítt næsta sumar
433Sport
Í gær

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami