fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Þetta eru 10 ótrúlegustu félagsskipti sögunnar

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 15. ágúst 2021 20:45

Þegar allt lék í lyndi / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagsskipti Lionel Messi til PSG hafa verið mikið í fréttum síðustu daga. Barcelona er í miklum fjárhagsvandræðum og gat ekki haldið stjörnuleikmanni sínum sem hefur verið hjá félaginu í 17 ár. Þá ákvað Daily Mail að skoða 10 ótrúlegustu félagsskipti sögunnar í fótboltanum.

1. Luis Figo (Barcelona til Real Madrid, 36.2 milljónir punda, árið 2000)
Leikmenn fara ekki oft á milli þessara erkifjenda en það gerði Luis Figo árið 2000.

2. Neymar (Barcelona til Paris Saint-Germain, 198 milljónir punda, árið 2017)
Ótrúleg félagsskipti sem slógu öll met og eru dýrustu félagsskipti sögunnar.

3. Sol Campbell (Tottenham til Arsenal, frítt, árið 2001)
Það er mikið hatur á milli þessara félaga og leikmenn skipta ekki svo glatt þar á milli.

4. Lionel Messi (Á frjálsri sölu til Paris Saint-Germain, árið 2021)
Þessa sögu þekkja allir vel. Barcelona í fjárhagsvandræðum og gátu ekki haldið einum besta leikmanni allra tíma.

5. Mo Johnston (Nantes til Rangers, 1.9 milljónir punda, árið 1989)
Þessi félagsskipti vöktu mikla athygli en Johnston hafði áður spilað fyrir Celtic við góðan orðstír.

6. Eric Cantona (Leeds til Manchester United, 1.2 milljónir punda, árið 1992)
Þessi félagsskipti hjálpuðu Manchester United á fyrstu árum ensku úrvalsdeildarinnar.

7. Robinho (Real Madrid til Man City, 32.5 milljónir punda, árið 2008)
Á þessu ári tóku nýir eigendur við Manchester City og þeir voru tilbúnir að eyða háum fjárhæðum til að gera liðið það besta í heimi.

8. Carlos Tevez og Javier Mascherano (Corinthians til West Ham, árið 2006)
Tevez gæti einnig komist á listann fyrir að hafa skipt á milli Manchester liðanna en þessi félagsskipti komu á óvart. Þeir voru eftirsóttir af stærstu klúbbum Evrópu en ákváðu að fara til West Ham sem var í botnbaráttu.

9. Ashley Cole (Arsenal til Chelsea, 5 milljónir punda, árið 2006)
Þessi félagsskipti tóku langan tíma, þarna var Roman búinn að kaupa Chelsea og Cole vildi vera partur af því.

10. Roberto Baggio (Fiorentina til Juventus, 8 milljónir punda, árið 1990)
Nú er vel þekkt að Juventus kaupi bestu leikmennina í hinum ítölsku liðunum en á þessum tíma voru þessi félagsskipti hreint ótrúleg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Í gær

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Í gær

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?