Samkvæmt heimildum Sport vill Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, fá framherja til liðsins og er félagið á eftir framherjum Arsenal, þeim Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette. Félagið mun þó þurfa að selja Martin Braithwaite til að fjármagna laun fyrir þá.
Barcelona hefur verið í miklum fjárhagserfiðleikum undanfarið og eins og þekkt er gat Messi ekki verið áfram hjá félaginu vegna þessa. Spænska félagið hefur ekki efni á að kaupa framherja Arsenal og þyrfti því að semja við enska félagið um skipti á leikmönnum.
Eftir brottför Lionel Messi til PSG vill Barcelona fá inn nýja leikmenn til að bæta sóknarleikinn. Sergio Aguero samdi við liðið fyrr í sumar en hann verður frá í 10 vikur vegna meiðsla. Þá vill félagið losna við danska framherjann, Martin Braithwaite.
Aubameyang og Lacazatte misstu báðir af fyrsta leik Arsenal á leiktíðinni vegna veikinda þar sem liðið tapaði gegn nýliðum Brentford. Aubameyang á tvö ár eftir af samningi við liðið en Lacazette aðeins eitt ár.