fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Barcelona skoðar að fá framherja Arsenal til liðsins

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 16. ágúst 2021 07:00

Ronald Koeman / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum Sport vill Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, fá framherja til liðsins og er félagið á eftir framherjum Arsenal, þeim Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette. Félagið mun þó þurfa að selja Martin Braithwaite til að fjármagna laun fyrir þá.

Barcelona hefur verið í miklum fjárhagserfiðleikum undanfarið og eins og þekkt er gat Messi ekki verið áfram hjá félaginu vegna þessa. Spænska félagið hefur ekki efni á að kaupa framherja Arsenal og þyrfti því að semja við enska félagið um skipti á leikmönnum.

Eftir brottför Lionel Messi til PSG vill Barcelona fá inn nýja leikmenn til að bæta sóknarleikinn. Sergio Aguero samdi við liðið fyrr í sumar en hann verður frá í 10 vikur vegna meiðsla. Þá vill félagið losna við danska framherjann, Martin Braithwaite.

Aubameyang og Lacazatte misstu báðir af fyrsta leik Arsenal á leiktíðinni vegna veikinda þar sem liðið tapaði gegn nýliðum Brentford. Aubameyang á tvö ár eftir af samningi við liðið en Lacazette aðeins eitt ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun
433Sport
Í gær

Þetta eru fimm kynþokkafyllstu karlmenn á Íslandi að mati Gunna Birgis

Þetta eru fimm kynþokkafyllstu karlmenn á Íslandi að mati Gunna Birgis
433Sport
Í gær

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“
433Sport
Í gær

Gerrard gæti verið að landa áhugaverðu starfi á Englandi

Gerrard gæti verið að landa áhugaverðu starfi á Englandi