Dortmund byrjaði tímabilið í þýsku Bundesligunni á virkilega góðum sigri gegn Frankfurt í dag.
Marco Reus kom þeim yfir á 23. mínútu eftir stoðsendingu frá Erling Braut Haaland. Stuttu síðar jöfnuðu gestirnir í Frankfurt er Felix Passlack setti boltann í eigið net.
Á 32. mínútu komst Dortmund aftur yfir er Haaland lagði upp mark fyrir Thorgan Hazard.
Haaland skoraði svo sjálfur þriðja mark heimamanna áður en flautað var til leikhlés.
Giovanni Reyna kom Dortmund í 4-1 á 58. mínútu. Haaland gerði svo fimmta mark þeirra þegar 20 mínútur lifðu leiks.
Jens Petter Hauge, sem kom til Frankfurt frá AC Milan á dögunum, klóraði í bakkann fyrir lið sitt. Lokatölur 5-2.