Nokkrir Íslendingar voru á ferðinni með sínum liðum í Hollandi og Svíþjóð í leikjum sem lauk nýlega.
AIK og Kristianstad gerðu 1-1 jafntefli í Íslendingaslag sænsku úrvalsdeildinni í dag. Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir léku allan leikinn fyrir Kristianstad og það sama gerði Hallbera Guðný Gísladóttir hjá AIK. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad.
Kristianstad er í fjórða sæti deildarinnar með 21 stig, með jafnmörg stig og Hammarby sem er í Meistaradeildarsæti. Síðarnefnda liðið á þó leik til góða.
AIK er í ellefta sæti með 10 stig, 7 stigum fyrir ofan fallsæti.
Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar í óvæntu 1-0 tapi gegn Waalwijk í efstu deild Hollands. Albert lék bróðurpart leiksins. Þetta var fyrsti leikur liðanna í deildinni á þessari leiktíð.