fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Wenger orðaður við landsliðsþjálfarastarfið hjá Sviss – Talinn sérstaklega heillandi kostur út af þessu

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 30. júlí 2021 14:00

Arsene Wenger. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsene Wenger er orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Sviss. Fjallað er um þetta í fjölmiðlum þar í landi.

Wenger hefur ekki gegnt knattspyrnustjórastarfi frá því hann hætti hjá Arsenal árið 2018. Hann hafði verið hjá félaginu í 22 ár.

Hann hefur undanfarið unnið við framþróun knattspyrnunnar á heimsvísu á vegum FIFA.

Vladimir Petkovic hætti sem landsliðsþjálfari Sviss eftir Evrópumótið til þess að taka við Bordeaux í efstu deild Frakklands. Starfið er því laust.

Knattpsyrnusamband Sviss vill fá reynslumikinn mann til að taka við starfinu þar sem nokkuð stutt er í heimsmeistaramótið í Katar. Það hefst í nóvember á næsta ári.

Ásamt því að vera frábær knattspyrnustjóri er Wenger talinn vera góður kostur í starfið vegna tungumálakunnáttu sinnar. Leikmenn Svissnesska landsliðsins tala ýmist frönsku, ítölsku eða þýsku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Brynjar Björn tekur við Leikni

Brynjar Björn tekur við Leikni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið