fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Mike segir Víkinga eiga besta leikmann Pepsi Max-deildarinnar – ,,Var ekki búinn að gera nokkurn skapaðan hlut í íslenskum fótbolta fyrir þetta tímabil“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 13:39

Mikael Nikulásson, sparkspekingur og þjálfari KFA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson, sérfræðingur í hlaðvarpsþættinum The Mike Show, segir framherja Víkings Reykjavík, Nikolaj Hansen, vera besta leikmann Pepsi Max-deildarinnar eins og er.

Hinn 28 ára gamli Hansen hefur verið magnaður fyrir Víkinga í sumar. Hann er kominn með 13 mörk í 14 leikjum í deildinni.

,,Víkingar eru með besta leikmanninn í deildinni í sínu liði í dag. Það er bara svoleiðis,“ sagði Mikael í nýjasta þætti The Mike Show.

Víkingar ollu vonbrigðum á síðustu leiktíð. Þeir höfnuðu í tíunda sæti deildarinnar. Nú er liðið hins vegar í toppbaráttu. Nánar til tekið í öðru sæti, stigi á eftir toppliði Vals.

Mikael segir mörk Hansen vera muninn á liðinu frá því í fyrra.

,,Þetta er bara munurinn á Víkingi frá því í fyrra, markahæsti leikmaður Víkings í fyrra var með þrjú mörk eða eitthvað. Hann er kominn með 12-13 mörk. Þetta eru bara öll þessi aukastig.“

,,Þessi gæi var bara ekki búinn að gera nokkurn skapaðan hlut í íslenskum fótbolta fyrir þetta tímabil. Hann er leikmaður mótsins ‘so far’ á þessum tímabili.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Unai Emery segir að Sancho sé ekki í nógu góðu formi

Unai Emery segir að Sancho sé ekki í nógu góðu formi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enski landsliðsmaðurinn áfram á blaði Chelsea – Fylgjast með samningaviðræðum hans

Enski landsliðsmaðurinn áfram á blaði Chelsea – Fylgjast með samningaviðræðum hans
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Átti misheppnaða dvöl í Evrópu síðast en gæti endað í ensku úrvalsdeildinni

Átti misheppnaða dvöl í Evrópu síðast en gæti endað í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mourinho skrifar undir í dag – Snýr aftur á Stamford Bridge í lok mánaðar

Mourinho skrifar undir í dag – Snýr aftur á Stamford Bridge í lok mánaðar