Sonur Fernandinho, miðjumanns Manchester City, sendi Harry Kane afmæliskveðju í gegnum Instagram í gær þar sem hann sagðist einnig vonast til að sjá hann hjá félaginu. Færsluna má sjá neðst í fréttinni.
Kane hefur verið orðaður við brottför frá Tottenham í sumar. Man City hefur helst verið nefnt sem hugsanlegur áfangastaður.
Tilboði Man City í framherjann upp á 100 milljónir punda var hafnað fyrr í sumar.
,,Til hamingju með afmælið Harry Kane og við vonumst til að sjá þig í þessari treyju,“ skrifaði sonur Fernandinho á Instagram. Undir hafði hann klippt Kane á mynd af búningi Man City.