Midtjylland mætti skoska stórliðinu Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þar hafði Midtjylland betur og sigraði 2-1 í framlengdum leik.
Fyrri leikur liðanna endaði með 1-1 jafntefli. Leikurinn í dag fór fram í Danmörku og lauk þeim leik einnig með 1-1 jafntefli. Þá var gripið til framlengingar og þar skoraði Nwadike sigurmark leiksins fyrir danska liðið.
Markvörðurinn efnilegi Elías Rafn Ólafsson er varamarkmaður Midtjylland og var á bekknum í kvöld. Mikael Neville Andersen er einnig á mála hjá félaginu en hann var ekki í hóp í kvöld.
WHAT A NIGHT. WHAT A WIN. 🖤❤#FCMCEL pic.twitter.com/TKpb55DJM5
— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) July 28, 2021
Tvö önnur Íslendingalið komust einnig áfram í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.
CFR Cluj sigraði Lincoln Red Imps 2-0 en Rúnar Már Sigurjónsson leikur með félaginu. Hann spilaði allan leikinn í dag. Olympiakos sigraði Neftchi Baku 1-0 en Ögmundur Kristinsson er á mála hjá félaginu. Hann var þó ekki í hóp í leiknum.